Innihald:
- 1 stk Kallo nautakjötskraftur
- 500 ml vatn
- 1 stk rautt chilí, gróft skorið
- 2 stk hvítlauksrif, gróft skorið
- 5 sm af engiferi, gróft skorið
- 1 stk blaðlaukur, skorinn niður
- lítil lúka af basil laufum
- 1 stk kálhaus, helst bok choy
- 200 - 300 g af fínum eggjanúðlum
- 400 g nautakjöt
- 4 stk vorlaukur
- kóríander, ferskt
- lime
Aðferð:
Leysið upp Kallo kjötkraftinn í sjóðandi vatni, lækkið í miðlungshita. Bætið chilí, hvítlauk, engifer, blaðlauk og basil út í og sjóðið í 10 mín. Bætið kálinu og núðlunum út í og látið malla í 5 mín. Kryddið nautakjötið báðum megin með salti og pipar og steikið svo í 2 mín á hvorri hlið. Setjið til hliðar í 5 mín og skerið svo í sneiðar. Skiptið súpunni í fjórar skálar, bætið nautakjötinu í skálarnar og skreytið með þunnum sneiðum af vorlauk, niðurskornu kóríander og læmsneiðum.
Ljúffeng og vermandi súpa.