Stökkt rauðrófumúslí

11 Oct 2017

Gott rauðrófumúslí sem hægt er t.d að nota í hafragrautinn eða út á jógúrtið.

Fjórir skammtar. Tekur 30 mínútur

Innihald
  • 100 gr rauðrófuhrat
  • Innihaldið úr 1 ½ poka af YOGI lakkrís tei
  • 50 gr hafraflögur
  • 50 gr heilt bókhveiti
Aðferð
  1. Blandið vel saman rauðrófuhrati (það sem verður eftir við safagerð) og lakkrís tei
  2. Setjið smjörpappír á bökunarplötu og dreifið blöndunni jafnt yfir
  3. Forhitið ofninn að 180°C og bakið í 30 mín
  4. Hrærið nokkrum sinnum í blöndunni á meðan  hún bakast 
  5. Ristið hafra og bókhveiti á þurri pönnu þar til hvort tveggja er gullið
  6. Leyfið rauðrófublöndunni, höfrunum og bókhveitinu að kólna
  7. Blandið öllu saman og geymið í loftþéttri krukku.