Rósamúffur með bláberjum

11 Oct 2017

Rósamúffur með rósartei, bönunum og bláberjum.

 
4 skammta. Bökunartími: 30 mínútur
 
Innihald þurrefni:
  • 100 gr brúnt hrísgrjónamjöl
  • 40 gr örvarrót
  • 60 gr kókosmjöl
  • 1 tsk guar gum
  • 12 gr lyftiduft
  • ½ tsk sjávarsalt
Innihald blautefni:
  • 240 gr vel þroskaðir bananar (ca. 2 bananar)
  • 80 gr bláber
  • Innihald 3 poka af YOGI rose tei
  • 40 gr steinlausar döðlur
  • 4 msk síróp (hrísgrjóna, hlyn, kókos eða agave)
Aðferð
  1. Hitið ofninn í 180°C
  2. Blandið þurrefnum saman í skál
  3. Stappið bananana og blandið þeim ásamt rósatei og restinni af blautefnunum við þurrefnin
  4. Hrærið vel saman
  5. Skiptið blöndunni jafnt á milli muffins forma (best að baka í muffins skúffu)
  6. Bakið í 25 mínútur, takið þá út og látið kólna