4 skammtar. Tekur 55 mínútur
Innihald:
- 3 tsk sesamolía
- Innihald úr 1 YOGI bright mood tepoka
- 100 gr rauðar linsubaunir
- 400 ml vatn
- 1/2 tsk sjávarsalt eftir smekk
Aðferð:
- Hitið 2 msk sesamolíu á pönnu
- Steikið innihald tepokans í olíunni
- Bætið baunum útí og hrærið
- Bætið næst vatni við, setjið lok á pottinn og látið malla á lágum hita í 50 mínútur
- Takið af hitanum og bætið við salti og 1 tsk sesamolíu
- Kælið og maukið gróflega með töfraprota