Kjúklingabauna fusilli með bökuðu grænmeti

12 Oct 2017

Æðislega góður og einfalt pasta með girnilegu bökuðu grænmeti

 
2 skammtar
 
Innihald:
  • 2 rauðar paprikur, skornar í strimla
  • 1 stórt eggaldin, skorið í bita
  • 1 rauðlaukur, skorinn í þunnar sneiðar
  • 2 hvítlauksgeirar í hýðinu
  • Ólífuolía
  • Svartur pipar
  • 8 kirsuberjatómatar , skornir til helminga
  • 2 handfyllir fersk basillauf, söxuð gróflega
  • 200 gr kjúklingabauna fusilli frá Profusion
  • 2 msk pestó (má sleppa)
Aðferð:
  1. Stillið ofninn á 180°C með blæstri
  2. Raðið papriku, eggaldin, rauðlauk og hvítlauk á ofnplötu
  3. Hellið smá ólífuolíu yfir og stráið salti og pipar jafnt yfir
  4. Bakið í heitum ofninum í 20 mínútur
  5. Hrærið þá aðeins í grænmetinu, bætið tómötunum á plötuna og bakið í 20 mínútur í viðbót
  6. Eldið pastað samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum, sigtið svo og setjið það aftur í pottinn
  7. Hellið smá ólífuolíu yfir pastað, bætið pestó saman við og hrærið vel saman
  8. Þegar grænmetið er tilbúið; takið hýðið af hvítlauknum og stappið hann í skál með smá ólífuolíu og hrærið svo saman við grænmetið
  9. Blandið nú pasta og grænmeti saman, stráið basil yfir og berið fram