Kryddaðir "gulrótarköku" orkubitar

12 Oct 2017

Bragðgóðir og hollir orkubitar með ýmsu góðgæti.

 
Innihald
 • 6 döðlur frá Sólgæti
 • 2 msk Biona eplamauk
 • 2 msk Biona döðlusíróp
 • 1 bolli lífrænt haframjöl frá Sólgæti
 • ¼ tsk kanilduft
 • ¼ tsk engiferduft
 • ¼ tsk negulduft
 • 1 bolli rifnar ferskar gulrætur
 • 1 bolli kókosmjöl
Aðferð
 1. Setjið allt nema kókosmjöl í matvinnsluvél og blandið þangað til allt hefur blandast vel og loðir vel saman
 2. Ef blandan er of blaut má setja meira haframjöl
 3. Ef blandan er of þurr má setja meira eplamauk og döðlusíróp
 1. Mótið kúlur úr deiginu og veltið þeim uppúr kókosmjölinu
 2. Kælið og geymið í loftþéttu íláti í kæliskáp