Rauðrófusúpa

12 Oct 2017

Holl og unaðsleg rauðrófusúpa sem einfalt er að útbúa.

 
Innihald:
 • 1 msk biona kókosolía
 • 1 stór laukur skorinn smátt
 • 3 hvítlauksgeirar smátt saxaðir
 • 1 msk fínt söxuð engiferrót
 • 600ml grænmetissoð
 • 500gr rauðrófur, afhýddar og skornar í bita
 • 1 dós biona lífræn kókosmjólk
Aðferð:
 1. Steikið laukinn uppúr kókosolíu við miðlungshita í meðalstórum potti þangað til hann er glær og ilmandi
 2. Bætið hvítlauk og engifer saman við
 3. Bætið rauðrófum og grænmetissoði útí og látið suðuna koma upp
 4. Lækkið undir og látið súpuna malla í um 10 mínútur eða þar til rauðrófurnar eru meyrar
 5. Takið súpuna af hitanum, hellið kókosmjólk útí og blandið með töfrasprota þar til súpan er mjúk
2 fyrir 1

Kallo grænmetiskraftur

409 kr