Maísklattar með lárperumauki og eggi

12 Oct 2017

Rosalega góður réttur í hádeginu eða á kvöldin.

 
Innihald
 
Maísklattar:
  • 90gr Biona gular maísbaunir í krukku, vatninu hellt af
  • ¼ bolli kókoshveiti frá Biona
  • 3 egg
  • 1 tsk lyftiduft
  • 1 vorlaukur, saxaður smátt
  • 150 ml mjólk eða jurtamjólk
  • 1 tsk Biona kókosolía
  • Salt og pipar
Lárperumauk
  • 2 mjúkar lárperur
  • Saxað ferskt kóríander
  • ¼ rauðlaukur, saxaður smátt
  • Safi úr 1 lime
  • Sjávarsalt og pipar
4 egg og smá eplaedik ef þú ætlar að gera „poached“ egg
 
Aðferð:
 
Maísklattar
  1. Blandið kókoshveiti og lyftidufti vel saman í skál
  2. Pískið eggin saman við
  3. Bætið mjólkinni varlega saman við og hrærið þar til deigið hefur blandast vel saman og er laust við kekki
  4. Bætið við vorlauk og maís og blandið vel saman
  5. Hitið kókosolíu á pönnu og steikið klattana í 2-3 mínútur á hvorri hlið
  6. Hafið klattana frekar litla, deigið ætti að duga í 12 stk.
Lárperumauk
  1. Stappið lárperu með gaffli
  2. Bætið fínsöxuðum rauðlauk, lime safa og kóríander saman við og maukið saman
  3. Saltið og piprið eftir smekk
Berið fram með því að setja fyrst lárperumaukið á disk, klattana ofan á það og eggið efst. Hægt að gera poached eða spælt egg.
 
Hægt er að toppa þetta með chilli flögum eða chilli sósu fyrir þá sem vilja sterkt.
 
Þessi réttur ætti að duga fyrir 4