Kúrbítsnúðlur með grænu matcha og sætri sesam-engifersósu

13 Oct 2017

Girnilegar grænmetisnúðlur með matcha tei.

 
Salatið
  • 1 pakki soba núðlur
  • 1/2 teskeið BLOOM Matcha
  • 2 msk edamame baunir
  • 1/2 bolli ferskur kóriander
  • 2 litlir kúrbítar (zucchini), skornir í strimla 
  • 1 ferskt rautt chili
  • 1 límóna
  • 400 ml vatn
  • salt & nýmulinn svartur pipar
Engifer sesam sósa
  • 3 vorlaukar skornir þunnt 
  • 2 msk ferskur engifer, rifinn
  • 2 msk sesamfræ
  • 3 msk hrísgrjónaedik
  • 2 msk hlynsýróp
  • 1 msk sesamolía
  • 1 - 2 msk tamari eða sojasósa
  • 1 - 2 tsk chili flögur
Aðferð
  1. Blandið innihaldsefnum sósunnar saman í lítilli skál og geymið.
  2. For sjóðið soba núðlurnar í 2 mínútur á miðlungs hita, hellið vatninu af og setjið til hliðar.  
  3. Bandið saman í skál 400 ml af vatni, ½ tsk BLOOM Matcha og baðið núðlurnar í blöndunni í 15 mín.
  4. Á meðan núðlurnar liggja í baðinu, yddið kúrbítinn með grænmetisyddara eða julienne járni. Ef slíkt er ekki til, skerið þá í strimla. 
  5. Þegar núðlurnar hafa legið í 15 mín í baðinu, hellið þá matcha vatninu af og setjið aftur í pottinn sem þær voru soðnar í ásamt kúrbíts strimlum, kóríander, edamame baunum og um það bil ¾ af sósunni. Blandið vel saman. Hellið restinni af sósunni yfir og sáldrið sesamfræjum  ásamt niðurskornum chili, salti og pipar. Hellið svo safanum úr límónunni yfir.