Matcha- og pistasíu hafragrautur

13 Oct 2017

Fljótlegur og öðruvísi hafgragrautur með Matcha tei.

 
Hráefni:
  • 1 1/2 bolli haframjöl
  • 1 bolli vatn 
  • 1/3 bolli kasjúhnetumjólk eða önnur jurta/hnetumjólk
  • 1/2 tsk Bloom Matcha duft
  • 1 kúfuð tsk hunang
  • Smá vanilluduft
  • Malaðar – saxaðar pistasíuhnetur og fíkjur
Aðferð:
  1. Blandið haframjöli og vatni saman í pott og látið standa í 10 mínútur.
  2. Hitið hafrana varlega á lágum til meðal hita og bætið mjólkinni samanvið.
  3. Þegar hafrarnir hafa drukkið í sig vökvann og búnir að sjóða, hrærið þá hunangi, Matcha dufti og vanillu samanvið.
  4. Hrærið í þar til grauturinn er orðinn þykkur og mjúkur.
  5. Setjið í skál og setjið ferska ávexti og pistasíur ofaná.