Gúmmilaðibitar með Matcha og Maca

13 Oct 2017

Einfaldir og góðir gúmmilaðibitar með Macha tei.

Innihald
  • 60 gr Kakósmjör
  • 120 gr kasjúhnetusmjör
  • 60 gr kókosolía
  • 80 ml kókosmjólk úr dós (fullfeit, ekki létt)
  • 1 tsk BLOOM Matcha
  • 2 msk macaduft
  • 1/3 tsk vanilluduft eða extrakt
  • Söxuð gojiber, dökkt súkkulaði og þurrkað mangó sem skraut
Aðferð
  1. Bræðið kakósmjörið, kókosolíuna, kasjúhnetusmjörið og kókosmjólkina í potti á meðalhita og hrærið stöðugt í.
  2. Þegar blandan hefur bráðnað vel saman (í uþb 4 mín), takið þá pottinn af hitanum og hellið blöndunni í skál. Bætið vanillunni við, maca duftinu og BLOOM matcha og pískið saman þar til mjúkt.
  3. Látið blönduna bíða í nokkrar mínútur svo allar loftbólur séu farnar. Hellið annað hvort í klakabox, eða form klætt með bökunarpappír. Stráið gojiberjum, dökku súkkulaði, og þurrkuðu mangó yfir. Kælið yfir nótt svo storkni vel.
  4. Bitarnir geymast í lokuðu íláti í kæli í amk viku en allt að mánuð í frysti.