Bláberja súkkulaðitart

27 Oct 2017

Lífræn súkkulaði kaka á múslí botni með ferskum bláberjum.

Hráefni:

Botn

 • 2 bollar Rapunzel múslí 
 • 60 gr Rapunzel kókosolía brædd 
 • 1 bolli Rapunzel kókosflögur 
 • 3 tsk Rapunzel möndlusmjör 
 • Pínu sjávarsalt 

Fylling

 • 1 Dós Rapunzel kókosmjólk (nota bara kókosrjómann, ekki vökvann) 
 • 2-3 msk Rapunzel kakóduft 
 • 3 msk Rapunzel Rapadura sykur 
 • 2 tsk Rapunzel kókosolía 
 • 2 tsk Rapunzel möndlusmjör 
 • 1 tsk Rapunzel eplaedik

Leiðbeiningar:

Botn 

 1. Bræðið kókosolíuna og blandið möndlusmjörinu út í. 
 2. Hellið yfir kókosmjölið, múslíið og salti og hrærið vel. 
 3. Setjið í smjörpappírs klætt form og þjappið vel, myndið kanta. 
 4. Kælið í frysti í 10 mínútur og gerið fyllinguna á meðan. 

Fylling 

 1. Allt sett í pott nema eplaedikið og hitað að suðu og sjóðið í 1-2 mínútur, smakkið til með eplaedikinu. 
 2. Látið kólna aðeins og hellið í botninn, stráið yfir 120 gr af bláberjum yfir. 
 3. Kælið vel áður en kakan er borin fram.