Hollar heslihnetukúlur

27 Oct 2017

Hollar heslihnetukúlur með appelsínusúkkulaðihjúp.

Innihaldsefni:

  • 200 gr döðlur frá Rapunzel 
  • 150 ml sjóðandi vatn 
  • 40 gr cashew hnetur frá Rapunzel 
  • 40 gr heslihnetur frá Rapunzel 
  • 100 gr möndlumjöl frá Rapunzel 
  • 2 msk kókosolía (hituð örlítið svo verði fljótandi) frá Rapunzel 
  • 2 msk heslihnetusmjör frá Rapunzel 
  • 1 tsk vanilludropar 
  • ½ tsk salt 
  • 160 gr (tvær plötur) Rapunzel appelsínusúkkulaði (til að dýfa í)

Leiðbeiningar

  1. Hellið sjóðandi vatni yfir döðlurnar og leyfið að standa í 30 mínútur. 
  2. Setjið hneturnar í blandara/matvinnsluvél og blandið saman við möndlumjölið, leggið til hliðar. 
  3. Hellið mesta vatninu af döðlunum og setjið í blandara/matvinnsluvél. 
  4. Blandið kókosolíu, heslihnetusmjöri og vanilludropum saman við döðlurnar. 
  5. Því næst fer salt í blönduna og að lokum möndlu- og hnetublandan. 
  6. Ef notaður er blandari gæti þurft að hnoða saman með höndunum á þessum tímapunkti en matvinnsluvél ætti að ráða við þetta allt saman. 
  7. Plastið skálina og geymið blönduna í kæli í amk 1 klst. 
  8. Mótið þá kúlur c.a 1 msk hver og raðið saman á bökunarpappír 
  9. Frystið í um 15 mínútur og hjúpið svo með appelsínusúkkulaði.