Innihaldsefni:
- 1 1/2 dl kínóa frá Sólgæti soðið skv. leiðbeiningum á pakka
- 7 gr villisveppir lagðir í bleyti og soðnir með kínóa
- 150 gr heslihnetur frá Sólgæti,ristaðar
- 150 gr kasjúhnetur frá Sólgæti, ristaðar
- 2 stk laukar skornir smátt
- 300 gr sveppir, skornir þunnt
- 2 tsk lífrænt timjan frá Sonnentor
- 1 msk reykt paprikukrydd
- 2 msk lífrænt tómatmauk (puree) frá Biona
- 2 tsk Maldon salt
- 1 pk smjördeig með 5 plötum
- 2 dl möndlumjöl frá Sólgæti
Aðferð
- Leggið villisveppina í bleyti í 30 mín og sjóðið svo ásamt kínóa skv. leiðbeiningum á pakka. Ristið hneturnar í ofni í 8-10 min á 180°C.
- Skerið laukinn smátt og steikið þar til hann verður glær. Bætið 100 gr af sveppum á pönnuna og steikið í nokkrar mínútur. Hrærið nú kryddi og tómatmauki saman við lauk og sveppi.
- Setjið hnetur í matvinnsluvél og hakkið í fínt duft. Bætið þá kínóa og steikta grænmetinu í matvinnsluvélina og látið hana ganga í 3-5 mín, skafið reglulega niður með hliðum.
- Hitið ofninn í 200°C. Mótið hleif úr hráefninu á bökunarplötu með smjörpappir. Bakið í ofninum í 60 mín.
- Steikið nú restina af sveppunum upp úr olíu, saltið og blandið saman við möndlumjölið. Smyrjið sveppa- og möndlublöndunni yfir hleifinn og látið kólna.
- Raðið saman fjórum smjördeigsplötum hlið við hlið svo þær myndi ferning. Fletjið þær saman með kefli og örlitið út svo deigið passi vel fyrir hleifinn. Rúllið hráefninu inn í smjördeigið. Notið svo síðustu plötuna til að skera út skraut t.d. ræmur sem fara þversum. Penslið yfir með pískuðu eggi (má líka nota vatn) og bakið í ofni í 20-30 mín.
Sósa:
- 1/2 laukur
- 10 gr þurrkaðir villisveppir
- 1 dl kasjúhnetur, lagðar í bleyti í a.m.k 4 klst.
- 1 tsk salt
- 2 dl vatn
Aðferð sósa:
Leggið 10 gr af villisveppum í bleyti í 30 mín, saxið lauk og steikið þar til hann verður glær. Bætið villisveppunum við og steikið á miðlungshita í 2-3 mín. Setjið sveppi, lauk, kasjúhnetur, vatn og salt í matvinnsluvél og maukið þar til sósan er silkimjúk. Hitið varlega í potti eða berið fram kalt.