Skothelt kaffi

09 Jan 2018

Margir eiga í tilfinningaríku ástar/haturs sambandi við kaffi. Einn góður bolli í góðum félagsskap nálgast einhverskonar himinsælu en misnotkun og ofneysla á þessum görótta drykk er að sjálfsögðu langt frá því að vera heilsusamleg.

Fyrir nokkrum árum kom Dave Asprey fram með nýja sýn á kaffidrykkju, hvernig mætti gera kaffi að heilsusamlegum ofurdrykk.  Hann þróaði og kynnti svokallað Bulletproof (skothelt) kaffi. Hugmyndin á bak við þann drykk er þó mun dýpri en bara að búa til gott kaffi. Í raun kom hann fram með nýja nálgun varðandi mataræði og fitubrennslu, þar sem kaffið spilar nokkuð stórt hlutverk.

Það er auðveldlega hægt að nýta sér hluta þessarar hugmyndafræði og laga sér skotheldan kaffidrykk, einungis til að njóta bragðsins og áhrifanna sem eru nokkuð ólík þessari skjótfengnu skammvinnu orku sem fylgir venjulegri kaffidrykkju. Skothelt kaffi inniheldur nokkuð magn af góðri fitu sem veldur því að kaffibollinn stendur betur með þeim sem drekkur og skapar ekki þessa áköfu óþægilegu orku sem venjulegt kaffi gerir. Bragðið er einstaklega ljúft, mjúkt og eiginlega algjörlega ómótstæðilegt.

Uppskrift að skotheldu kaffi:

Setjið allt hráefnið í blandara eða notið töfrasprota til að blanda öllu vel saman

Við hvetjum alla til að prófa sig áfram með hlutföllin af Ghee og kókosolíu, því að það er misjafn hvort að fólk vill nota aðeins meira eða minna.


Síðan Bulletproof (skothelda) kaffið kom fyrst fram hafa margir gert tilraunir með að útfæra drykkinn frekar og bæta við ýmsum girnilegum innihaldsefnum. Það er um að gera að prófa sig áfram með kanil, múskat, vanillu, kakódufti, stevíu, kollagendufti eða bara það sem hugurinn girnist.


Hvernig vilt þú hafa skothelda kaffibollann þinn?