Grænmetiskarrý

25 Jan 2018

Þú borðar regnbogann þegar þú gæðir þér á þessu ilmandi og vermandi karrýi. Gerðu nóg af honum því þú munt vilja eiga afgang!

Pottur 1 - stór fyrir allan réttinn
 • 100 gr. rauðlaukur
 • 150 gr. rauð paprika
 • 150 gr. gulrætur
 • 150 gr. brokkólí
 • 150 gr. sveppir
 • 200 gr. sætar kartöflur
Aðferð:
Skerðu allt grænmetið fallega niður, settu það í stóran pott og steiktu það upp úr smá kókosolíu og vatni. 
 
Pottur 2 - lítill fyrir sósuna
 • 50 gr. laukur
 • 200 gr. blómkál
 • 1 stk. hvítlauksgeiri
 • 1 msk. túrmerik frá Sonnentor
 • 5 gr. ferskt engifer
 • 1 msk. karrý frá Sonnentor
 • 1 1/2 msk. sítrónusafi
 • 1 msk. tamarisósa
 • 2 tsk. gróft salt
 • 1 dós kókosmjólk  frá Biona
Aðferð:
Skerðu niður laukinn og brúnaðu hann í pottinum upp úr kókosolíu og vatni. Bættu síðan blómkálinu saman við. Bættu restinni af innihaldsefnunum við og leyfðu suðunni að koma upp. Láttu þetta malla svolítið á meðan grænmetið eldast í hinum pottinum.
 
Settu þetta svo í blandarann þar til að þetta er orðið silkimjúkt. Blandaðu þessu saman við pott 1 og leyfðu þessu að malla aðeins. Pottréttinn er mjög gott að bera fram með hýðishrísgrjónum, lífrænu epli og ferskum kóríander.
 
Höfundur uppskriftar:
Anna Guðný hefur mikla ástríðu fyrir andlegri og líkamlegri heilsu sem helst í hendur við áhuga hennar á matargerð. Hún heldur úti blogginu Heilsa og vellíðan þar sem hún birtir reglulega girnilegar uppskriftir og margs konar heilsufróðleik.