Kúlurnar
- 100 gr. lífrænar heslihnetur frá Sólgæti
- 2 msk. lífræn kókosolía frá Sólgæti
- 150 gr. lífrænar döðlur frá Sólgæti
- 2 msk. hrákakó frá Raw Chocolate Company
- 1/4 tsk. lífrænt vanilluduft frá Sonnentor
- 1/4 tsk. salt
Aðferð:
- Byrjaðu á því að setja heslihneturnar inn í ofn við 150°C í 10 mín. Nuddaðu síðan hýðið af þeim þegar þær hafa kólnað. Búðu síðan til „smjör“ úr heslihnetunum með því að setja 3/4 af þeim í matvinnsluvél ásamt bráðinni kókosolíu. Bættu öllu nema 1/4 af heslihnetunum saman við.
- Þegar þetta er allt orðið vel blandað saman setur þú restina af heslihnetunum rétt svo saman við og lætur matvinnsluvélina bara aðeins grófsaxa þær. Með því að hafa þær grófsaxaðar í blöndunni verða kúlurnar „krönsí“.
- Mótaðu meðalstórar kúlur með höndunum og settu þær svo í frysti.
Súkkulaðihjúpurinn
- 2 msk. lífrænt kakósmjör frá Raw Chocolate Company
- 4 msk. lífræn kókosolía frá Sólgæti
- 6 msk. hrákakó frá Raw Chocolate Company
- 3 msk. lífrænt hlynsíróp
- 1 msk. sterkt uppáhellt kaffi
Aðferð:
- Settu allt saman í matvinnsluvél en settu lítið af kaffinu í einu og smakkaðu það til. Hjúpaðu kúlurnar með súkkulaðinu með því að dýfa hverri og einni ofan í súkkulaðið með gaffli. Settu kúlurnar aftur í frysti og þær ættu að verða tilbúnar eftir um það bil 40 mín.
- Kúlurnar geymast best í frysti í loftþéttu íláti. Gott er þó að láta þær standa aðeins áður en maður nýtur þeirra.
Höfundur uppskriftar:
Anna Guðný hefur mikla ástríðu fyrir andlegri og líkamlegri heilsu sem helst í hendur við áhuga hennar á matargerð. Hún heldur úti
blogginu Heilsa og vellíðan þar sem hún birtir reglulega girnilegar uppskriftir og margs konar heilsufróðleik.