Hnetu- og súkkulaðibrúnkur sem þarf ekki að baka

14 Mar 2018

Einfaldar og fljótlegar hnetu- og súkkulaðibrúnkur sem ekki þarf að baka heldur aðeins að setja í frystinn.

 
Innihald:
  • ¾ bolli kasjúhnetur
  • ½ bolli haframjöl
  • 1 msk kókosolía
  • 2 msk hnetusmjör
  • 3 msk agave síróp eða hlynsíróp
  • 4 msk kakóduft
  • Smá klípa af salti
  • 50 gr gott dökkt súkkulaði frá Vivani
 
Aðferð:
  1. Malaðu kasjúhnetur gróflega í matvinnsluvél (pulse nokkrum sinnum).
  2. Settu allt nema súkkulaðið saman við og láttu vélina vinna blönduna í þétt deig.
  3. Þjappaðu deiginu í bökunarpappírsklætt, ferkantað mót.
  4. Stingdu kökunni inn í frysti í nokkra klukkutíma.
  5. Bræddu súkkulaðið yfir vatnsbaði og helltu því yfir kökuna