Svartbaunabrúnkur

14 Mar 2018

Brúnkur sem innihalda m.a svartar baunir, súkkulaðismjör og kókossykur.

 
Innihald:
  • 1 dós (400gr) svartar baunir frá Biona – skolaðar
  • 2/3 bolli Biona dökkt súkkulaðismjör
  • 1/3 bolli Biona lífrænn kókossykur
  • 1 msk vanillu extrakt eða 1 tsk vanilluduft
  • ¼ tsk salt
  • ½ bolli kakóduft
  • 1 tsk vínsteinslyftiduft
  • 1/3 bolli saxað súkkulaði frá Vivani (að eigin vali)
 
Aðferð:
  1. Hitaðu ofninn að 165°C og klæddu ferkantað form með bökunarpappír (ca. 20x20cm)
  2. Settu svartar baunir, súkkulaðismjör, sykur og vanillu í blandara eða matvinnsluvél og láttu vélina ganga þar til blandan er silkimjúk.
  3. Bættu við salti, kakódufti og vínsteinslyftidufti og blandaðu vel saman.
  4. Taktu frá handfylli af saxaða súkkulaðinu og hrærðu restinni samana við með sleif.
  5. Helltu deiginu í formið, jafnaðu það út og stráðu restinni af súkkulaðinu yfir.
  6. Bakaðu í 25-30 mínútur.