Vegan súkkulaðimús

14 Mar 2018

Dásamlega góð og öðruvísi vegan súkkulaðimús.

 
Innihald:
  • 150 ml aquafaba (Safinn af lífrænum Biona kjúklingabaunum)
  • 25 gr Biona kókossykur
  • ½ tsk sítrónusafi
  • 90 gr 70% Vivani súkkulaði
  • Til skreytinga ef vill: rifið súkkulaði og kókosflögur
 
Aðferð:
  1. Settu aquafaba , sykur og sítrónusafa í hrærivél. Hrærðu fyrst á hægum hraða í 2 mínútur. Hrærðu í aðrar 2 mínútur á meðalhraða. Stilltu svo á mesta hraða þangað til blandan er létt og stífþeytt.
  2. Bræddu súkkulaðið yfir vatnsbaði og láttu það kólna aðeins
  3. Blandaðu súkkulaðinu varlega saman við aquafaba blönduna með sleikju
  4. Skiptu blöndunni í glös eða skálar til að bera fram í 
  5. Kældu í ísskáp í a.m.k. 2 klst – best yfir nótt
  6. Skreyttu með rifnu súkkulaði og kókosflögum
  7. Gott að bera fram með jarðarberjum eða öðrum ávöxtum