Vivani súkkulaðibomba

14 Mar 2018

Þessi kaka er algjör súkkulaðibomba!

 
Innihald:
 • 250 gr VIVANI fine dark
 • 250 gr smjör
 • 4 egg
 • 250 gr hrásykur
 • 1 tsk vanilluduft frá Sonnentor
 • 80 gr kakóduft
 • 2 tsk lyftiduft
 • 250 gr VIVANI súkkulaði með möndlum
 • 100 gr VIVANI mjólkursúkkulaði
 • 240 gr VIVANI fine dark 75% 
 • 250 ml rjómi
 • 50 gr smjör
 • 125 ml rjómi
 
Aðferð:
 
Kakan
 1. Hitaðu ofninn að 200°C (175°C með blæstri)
 2. Saxaðu fine dark súkkulaðið og bræddu ásamt 250 gr af smjöri yfir vatnsbaði
 3. Hrærðu saman egg, sykur og vanillu þangað til létt og ljóst
 4. Sigtaðu hveiti, kakó og lyftiduft og blandaðu svo saman við egg og sykur blönduna
 5. Fínsaxaðu milk with almonds súkkulaðið
 6. Bættu nú bráðnu súkkulaði, smjörblöndunni og 250 ml af rjóma saman við deigið
 7. Blandaðu loks súkkulaðibitunum saman við 
 8. Helltu blöndunni í smurt, eða bökunarpappírsklætt, hringlaga form
 9. Bakaðu í ca.25 mínútur – kakan á að vera nokkuð blaut
 10. Láttu kólna í forminu
 
Kremið
 1. Bræddu restina af súkkulaðinu yfir vatnsbaði
 2. Hrærðu smjörið saman við
 3. Bættu 125 ml af rjóma smátt og smátt saman við og hrærðu stöðugt í á meðan
 4. Ef kremið er of fljótandi er gott að láta það bíða aðeins í kæli áður en það er borið á kökuna