Amaizin sumarrúllur með hnetu- og lime sósu

28 May 2018

Sumarrúllur eru eitt það sumarlegasta, ferskasta, hollasta og skemmtilegasta sem hægt er að borða. Auðveldlega hægt að bera fram sem aðalrétt, meðlæti eða forrétt. Frábær leið til að borða meira grænmeti, létt í magann og passar mjög vel með grillmat.

Fyllingin fer algjörlega eftir smekk, í raun er hægt að nota hvaða grænmeti og ávexti sem er. Svo er hægt að bæta við prótíni með því að nota tofu, kjöt eða sjávarfang.
Gaman getur verið að skera niður alls konar, setja á stórt fat og svo sér hver og einn um að raða í sína vefju.Svo er ómissandi að hafa nokkrar gómsætar sósur með til að dýfa í eða setja með í rúlluna.
 
Tillögur að fyllingu:
Kál, 2-3 tegundir: 
t.d. romaine, klettakál og spínat – heil blöð eða gróft skorin.
 
Grænmeti og ávextir í strimlum: 
t.d. gúrka, paprika, mangó, gulrætur, avocado.
 
Kryddjurtir: 
t.d. kóríander og basil.
 
Núðlur
 
Spírur: 
t.d. alfalfa, brokkolí og blaðlauks.
 
Ristuð sesamfræ
 
Sósur: 
t.d. hoisin, sriracha eða hnetu & lime (uppskrift fylgir).
 
Hnetu & lime sósa:
100 gr Whole earth smooth hnetusmjör
1/2 stk lime, safinn kreistur úr og notaður. Má vera meira, eftir smekk.
1 msk tamari sósa
1 msk ristuð sesamolía
1 msk hlynsíróp 
vatn eftir þörfum,gott að hafa sósuna frekarþunna
 
Aðferð:
  1. Hrærið allt saman með písk eða í blandara. Smakkið sósuna til og bætið meira tamari, lime safa eða hlynsírópi við eftir ykkar smekk.
  2. Leggið Amaizin hrísgrjónavefjurnar í bleyti áður en þær eru fylltar – fylgið leiðbeiningum á umbúðum. Þær eru svo fylltar og þeim rúllað saman svipað og burrito.