Dásamlegur jarðaberjasjeik

10 Aug 2018

Þessi sjeik er sko ekki síðri en aðrir sjeikar sem eru fullir af sykri!

Innihaldsefni:

  • 100 gr. fersk jarðaber
  • 150 ml. kókosmjólk
  • 1 stk. Strawberry Fruity Oat bar skorið í bita
  • 1/2 frosinn banani
  • 2 skeiðar mjólkurlaus ís (vanillu eða jarðaberja)
  • Mjólkurlaus þeyttur rjómi

Aðferð:

Blandaðu jarðaberjum, banana, ís og kókosmjólk saman í blandara. Settu blönduna í glas eða skál og þeyttan rjóma ofan á ásamt niðurskornu Pulsin Strawberry Oat bar orkustykki.

Njóttu!

Heimild: https://www.pulsin.co.uk/blog/category/peachypalate/  og frá vefsíðunni Peachy Palate http://peachypalate.com/