Chiagrautur með kókosblöndu

20 Aug 2018

Einfaldur og góður grautur sem er fullur af Omega 3 fitusýrum. Grauturinn þarf að standa yfir nótt í kæli áður en hann er borin fram.

Innihaldsefni:

  • 40 gr. chiafræ
  • 240 ml. Rude Health möndlu- eða kókosmjólk
  • Rude Health Coconut Chia Granola (þegar grauturinn er borin fram)
  • 10 gr. hunang eða hlynsíróp (þegar grauturinn er borin fram)
  • Handfylli af ferskum berjum ( t.d bláber, hindber, jarðaber)
  • Kókosflögur (ef vill)

Blandaðu chiafræjum og möndlu-eða kókosdrykknum saman í litla skál. Breiddu yfir skálina og geymdi inní ískáp yfir nótt. Hrærðu vel í grautnum þegar hann er tekin út úr ískápnum um morgunin þannig að áferðin verði mjúk. Bragðbættur með hunangi eða hlynsírópi að smekk.

Settu Rude Health Coconut Chia Granola ofan á grautinn, handfylli af ferskum berjum og kókosflögum.