Blönduð sparisulta

04 Sep 2018

Nú er sá tími ársins sem uppskeran kemur í hús. Bláber, krækiber, rifsber og rabarbari eru allt fullkomin hráefni í sultugerðina. En þar þarf ekki að láta staðar numið því það er hægt að bæta við ávöxtum og berjum sem við fáum í verslunum. Í Heilsuhúsinu færðu lífrænt ræktaða ávexti sem er tilvalið að blanda út í hefðbundnu sultuna. Með því að eiga sparisultu getum við gert alla daga að sparidögum!

Hráefni 
  • 300 gr rifsber eða bláber 
  • 300 gr jarðarber og/eða hindber 
  • 200 gr epli 
  • 1/2 stk vanillustöng 
  • 600 gr hrásykur 
  • 1 poki lífrænn sultuhleypir (fyrir stífar sultur)
Aðferð 
  1. Berin eru skoluð vel og sett í pott. Eplið má skera niður í litla bita eða mauka í matvinnsluvél (berin má líka setja í matvinnsluvél ef vill). Eplunum bætt út í pottinn og kveikt undir. Hræra reglulega í blöndunni og kremja berin. Þegar aðeins er farið að sjóða er vanillustöng og sykri bætt út í. Soðið í 30 mín eða þangað til sultan byrjar að þykkna. Vanillustöngin veidd upp úr og hent. Sett í krukkur og lokið sett á strax. 
  2. Athugið að þegar rifsber eru notuð á að sjóða þau með stilkunum og helst hafa slatta af grænum berjum líka. Þaðan kemur sterkjan sem stífir sultuna. En þá þarf að sjóða rifsberin sér og sigta stilkana frá (kremja vel í sigtinu). 
  3. Ef þú vilt hafa stífa sultu skaltu nota sultuhelypi og setja hann út í pottinn eftir að suðan kemur upp. 
  4. Krukkurnar þurfa að vera alveg hreinar. Gott er að sjóða vatn í potti og setja krukkurnar og lokin í sjóðandi vatnið í smá stund. Þá verða þær nánast sótthreinsaðar. 
  5. Eins og sjá má er hægt að nota ýmis ber í sultur, það er hægt að blanda eins og hver vill. T.d. er  sulta með rifsi, bláberjum, jarðarberjum og hindberjum algert sælgæti.
2 fyrir 1

Sonnentor Vanillustöng

2.129 kr