Hafra Parfait með hnetusmjöri og sultu

31 Aug 2018

Það er eins og að borða eftirmat í morgunmat þegar þessi réttur er á boðstólnum. Sem er alltaf góð tilfinning! 

Fyrir tvo
 
Hafrablanda: 
 • 80 gr hafrar 
 • 250 ml mjólk að eigin vali 
 • 120 gr grísk jógúrt 
 • 2 tsk chia fræ 
 • 30 gr Simply Whey Protein
Chia sulta: 
 • 150 gr frosin hindber 
 • 3 tsk chia fræ 
 • 2 msk hlynsíróp
 • smá vanilla ef vill 
Aðferð: 
 1. Blandið öllu í hafrablöndunni saman í skál og setjið svo inn í ísskáp til að hún þykkni. Hægt er að nota meiri mjólk (jurtamjólk) ef þú vilt hafa blönduna þynnri. 
 2. Setjið frosin berin í pott og náið upp suðu. Bætið við chia fræjum, sírópi og vanillu. kremjið berin með gaffli eða kartöflustappara og látið síðan malla í 2-3 mín. 
 3. Takið af hellunni og setjið í hreina skál og leyfið að kólna. Setjið svo í ísskáp yfir nótt. Hægt er að búa til þriggja til fjögurra daga skammt í einu og margfalda þá uppskriftina. 
 4. Daginn eftir, setjið hafrablönduna í glas ásamt chia sultunni og hnetusmjöri í nokkrum lögum. Má skreyta í lokin með ferskum hindberjum, hlynsírópi og kakónibbum.
 5. Þessa uppskrift er að finna á pulsin.co.uk ásamt fjölda annarra spennandi uppskrifta.