Súkkulaði og heslihnetur er blanda sem klikkar ekki. Hér höfum við próteinríkt súkkulaðistykki sem gefur bæði orku og fyllingu sem endist. Góð blanda af kolvetnum, fitu OG próteini sem sér til þess að blóðsykurinn helst í jafnvægi og þú sleppur við sykursjokkið. Þessi uppskrift gerir um 10 meðalstór stykki. Snilld að eiga í frystinum.