Morgunverður með bláberjahöfrum

07 Sep 2018

Bláberjahafrar með engifer- og vanillu-kasjúkremi. Fyrir 1-2.

Bláberjahafrar
 • 1 1/2 bolli kókosmjólk eða hnetumjólk 
 • 3/4 bolli íslensk bláber
 • 3/4 bolli hafrar 
 • 1 1/2 msk hörfræ, möluð 
Engifer- og vanillu-kasjúkrem
 • 3 msk kasjúhnetur
 • 1/3 tsk engiferduft
 • 2 stk döðlur
 • 1/4 tsk vanillu extract
 • 1/4 bolli vatn
Aðferð:
 1. Kvöldið áður; hrærið saman í krukku bláber, hafra, mjólk og hörfræ. Setjið lokið á og geymið í ísskáp yfir nóttina. 
 2. Setjið kasjúhnetur, döðlur, vatn, engifer og vanillu extract í blandara og blandið þar til mjúkt. Bætið vatni við ef þarf. Geymið í ísskáp yfir nóttina. 
 3. Morguninn eftir; hellið kasjúkreminu yfir hafrana eða hafið lagskipt eða hrærið saman – og njótið!