Stökkir blómkálsbitar í raspi

29 May 2019

Bragðast eins og argasti skyndibiti en svo miklu hollara! Blómkál er kannski fjölhæfasta grænmetið og smakkast einstaklega vel í þessari stökku og bragðgóðu útgáfu. Snilldar meðlæti eða fingramatur í veisluna eða matarboðið.

Innihald:

1 blómkálshöfuð
60 gr. hveiti
125 ml ósæt jurtamjólk
1/4 tsk sjávarsalt
1/2 tsk malaður svartur pipar
1/2 tsk hvítlauksduft
1/4 tsk chilli flögur (1/2 tsk ef þú vilt sterkt, slepptu þeim alveg ef þú vilt ekkert sterkt)
120 gr brauðraspur

Aðferð:

  1. Hitaðu ofninn að 180°C
  2. Skerðu blómkálið í munnbita
  3. Blandaðu öllu nema raspi vel saman í skál
  4. Settu raspinn í aðra skál
  5. Veltu blómkálsbitunum upp úr deiginu og svo upp úr raspinum
  6. Raðaðu á bökunarplötu og bakaðu svo í 22 mínútur
  7. Leyfðu þeim að kólna aðeins áður en þú berð fram með sósunni

Sósan:

4 msk hlynsíróp
2 msk tamari sósa
1/2 tsk sesamfræ
1/4 tsk malaður svartur pipar
3/4 tsk engiferduft
Saxaður vorlaukur og sesamfræ til skrauts

Aðferð:

Allt hrært saman í skál
 

Uppskrift fengin af biona.co.uk