Tofu spjót með hnetusósu og spínatsalati

29 May 2019

Bragðmikið tófú og brakandi ferskt salat er máltíð sem klikkar ekki! Þessi uppskrift er einföld, fljótleg og hentar jafnt sem hversdagsmatur og á veisluborð. Ef þú átt grill getur þú sett tófúið beint á spjótin og skellt þeim á grillið.

Innihald:

  • 1 krukka lífrænt Biona tófú
  • 200 gr lífræn Biona satay peanut sósa
  • Ferskt kóríander
  • 1 límóna

Aðferð:

  1. Taktu tófú kubbinn úr krukkunni og þerraðu hann vel með eldhúspappír eða tusku
  2. Skerðu kubbinn í sex jafnar sneiðar, veltu þeim upp úr sósunni og láttu liggja í a.m.k. 20 mínútur (má líka undirbúa daginn áður)
  3. Hitaðu ofninn að 220°C
  4. Klæddu ofnskúffu með bökunarpappír og raðaðu tófúbitunum á hana
  5. Bakaðu tófúið í 15 mínútur, snúðu þá bitunum við og bakaðu áfram í 10 mínútur
  6. Þegar bitarnir hafa kólnað aðeins er hægt að þræða þá upp á tréspjót til að bera fram (ef þú grillar bitana skaltu leggja spjótin í bleyti og þræða tófúið upp á áður en þú grillar).
  7. Stráðu að lokum fersku kóríander yfir bitana, kreistu smá límónusafa yfir og berðu fram með salatinu.

Salatið:

  • 1/2 msk lífræn Biona ólífuolía
  • 1 stórt epli, skorið í þunnar sneiðar
  • 200 gr spínat
  • 1/4 höfuð rauðkál, saxað eða rifið smátt
  • 85 gr saxaðar pekanhnetur (má líka nota kasjú eða valhnetur)
  • 1 skarlottulaukur, skorinn þunnt

Salatsósa:

  • 3 msk lífræn Biona ólífuolía
  • 2 msk lífrænt Biona eplaedik
  • Smá salt og pipar

Aðferð:

  1. Hristu saman salatsósuna í krukku eða pískaðu saman í skál
  2. Saxaðu eða rífðu rauðkálið í skál, bættu skarlottulauknum saman við, helltu salatsósunni yfir, blandaðu og láttu liggja í smá stund
  3. Steiktu eplasneiðarnar upp úr 1/2 msk af ólífuolíu við meðalhita í 30-60 sek.
  4. Blandaðu nú öllu saman við rauðkálið, laukinn og salatsósuna
     

Uppskriftin er fengin frá biona.co.uk

2 fyrir 1

Biona Eplaedik 500 ml.

698 kr
2 fyrir 1

Biona Organic Tofu 500 gr.

1.029 kr