Súkkulaðihafragrautur "yfir nótt"

05 Jun 2019

Skipulag er lykilinn að árangri þegar kemur að hollu mataræði. „Yfir-nótt“ hafragrautar eru ein af þessum frábæru lausnum sem spara tíma. Þeir eru líka hrikalega góðir og hægt að útfæra á ótal vegu. Þú getur útbúið svona hafragraut fyrir þrjá daga í senn og geymt í kæli og gripið svo með þér sem snöggan morgunmat eða léttan hádegismat.

Innihald:

  • 70 gr haframjöl eða tröllhafrar
  • 15 gr hrátt kakóduft
  • 60 gr jógúrt (vegan eða venjuleg)
  • 250 ml vatn
  • 20 gr súkkulaði pea prótínduft frá Pulsin
  • 7 gr möluð chiafræ
  • 10 ml hlynsíróp (má sleppa en passar mjög vel með)

Aðferð:

  1. Hrærðu saman jógúrt, kakóduft, prótínduft, hlynsíróp og vatn
  2. Blandaðu nú höfrum og chia fræjum samanvið
  3. Geymdu í lokuðu íláti í ísskáp yfir nótt
  4. Hægt að þynna út með smá jurtamjólk ef vill
  5. Toppaðu með hverju sem hugurinn girnist t.d. berjum, hnetusmjöri, kakónibbum….
     

Þessi uppskrift er fengin frá peachypalate.com í samstarfi við Pulsin.

Um höfundinn:

I’m Shel but some people call me “Peachy”…I’m the food loving, fitness fanatic, blogger behind Peachy Palate, a website which is now my hub for all the paleo, keto and grain free recipes I create, hoping to inspire people to think outside the box, eating whole foods that truly nourish.