Ristuð samloka í samlokugrilli með hnetusmjöri og bönunum

15 Jul 2019

Hver elskar ekki að borða hnetusmjör og banana saman? þessi ristaða samloka ætti ekki að valda vonbrigðum!

Innihaldsefni:

  • 2 brauðsneiðar, grófafr
  • 2 matskeiðar Whole Earth hnetusmjör, Smopoth
  • 1 þroskaður banani
  • Dass af kanil
  • Sletta af hunangi eða hlynsírópi (val)

Aðferð:

  1. Hitaðu samlokugrillið eða pönnu á meðan þú undirbýrð samlokuna.
  2. Dreifðu hnetusmjöri á brauðið og settu niðurskorinn bananann yfir. Dreifðu kanil yfir bananann og hunang eða hlynsíróp ef þú vilt extra sætu. Settu brauðsneiðarnar saman.
  3. Grillaðu samlokuna á báðum hliðum í 2-3 mínútur eða þar til hún er orðin gyllt og stökk. Skerðu samlokuna í tvennt þegar hún er orðin tilbúin og njóttu!

 

Uppskrift fengin hjá www.wholeearthfoods.com