Fyrir 6 manns. Eldunartími: 1,5 klst.
Innihaldsefni:
- 6 meðalstórar sætar kartöflur (1,5 kg.), hreinsaðar og skrúbbaðar
- 4 hvítlauksrif, skorin fínt
- 1 búnt kóríander, stilkar skornir fínt og kóríanderblöð geymd til hliðar
- 2 rauðir eldpipar (e.chilli), fræin fjarðlægð og fínt skornir
- 300 gr. creme fraiche/sýrður rjómi
- 3 matskeiðar Whole Earth Cunchy Peanut Butter
- Salt og pipar
- Olía til steikingar
Aðferð:
- Forhitið ofn í 200 gráður
- Notið mandólín eða mjög beittan hníf til að skera sætu kartöflurnar niður í 1/2 cm. sneiðar.
- Blandið sætu kartöflunum saman við kóríander stilkana og rauðu chili-unum og kryddið vel með salti og pipar.
- Saxið kóríanderblöðin gróflega og setjið til hliðar
- Setjið saman í litla skál kóríander blöðin, créme fraische og hnetusmjör.
- Hrærið créme fraische blönduna saman við sætu kartöflurnar þangað til það er vel blandað saman.
- Smyrjið sirka 20x30 cm. ofnfast fat með olíu og raðið sætu kartöflunum í röð.
- Setjið álfilmu yfir fatið og setjið inní ofn í 30 mínútur.
- Fjarlægið álfilmuna af fatinu að þeim tíma loknum og setjið fatið aftur í ofninn í 25 mínútur eða þangað til sætu kartöflurnar eru orðnar mjúkar og byrjaðar að brenna aðeins að utan.
- Taktu fatið úr ofninum og láttu kólna í nokkrar mínútur áður en restinni af kóríander blöðunum er dreift yfir.
Það sem þarf að hafa við höndina:
- Hnífur
- Stór skál
- Skurðabretti
- Lítil skál
- Trésleif
- Ofnfast fat
- Álfilma