Loksins egg fyrir alla. Hér er uppskrift frá Bob Goldberg af dásamlega hollri eggjahræru.
Innihald:
• 2 mtsk Vegan Egg
• 1/2 bolli ískalt vatn
• 1 tsk kókosolía til að smyrja pönnuna
Aðferð:
1. Bræðið kókosolíuna á meðalheitri pönnu
2. Þeytið eða blandið „ egg/duftið“ innihaldið þar til mjúkt og sameinað.
3. Hellið blöndunni á pönnuna („eggið“ á að krauma á pönnunni) byrjið strax að hræra í „egginu“
4. Hrærið reglulega í „eggjunum“, með sleif þar til eggið er stíft.
5. Vegan egg tekur lengri tíma að eldast en venjuleg egg, svo mælt er með að steikja og hræra í um það bil 6-8 mínútur þar til „eggið“ er fulleldað/þurrkað.
Kryddið að smekk og njótið !
Vegan eggin fást í Heilsuhúsinu.