Vegan pönnukökur

25 Nov 2021

Hollar og dásamlega góðar vegan pönnukökur.

 
Innihald:
 • 40 gr Biona kókoshveiti
 • 100 gr malað haframjöl – hægt að nota blandara eða matvinnsluvél
 • 2 tsk lyftiduft
 • Smá salt
 • 300 ml möndlumjólk
 • 1 msk Biona agave eða kókossíróp
 • ½ tsk vanillu extrakt
 • 2 msk lífræn Biona kókosolía
Ofaná
 • T.d. fersk ber, bananar eða aðrir ávextir
 • Biona agave eða kókossíróp
Aðferð:
 1. Setjið mjölin, lyftiduft og salt í skál, blandið vel saman
 2. Bætið við möndlumjólk, sírópi og vanillu
 3. Hrærið með písk eða í hrærivél þangað til allt hefur blandast vel saman og deigið er laust við kekki
 4. Bræðið kókosolíu á pönnu og bakið við miðlungshita á báðum hliðum.
 5. Berið fram með berjum, sírópi eða öðru sem hugurinn girnist.