Sæl Inga.
Ég er í smá basli með meltinguna, eða öllu heldur fæ ég verki hægra megin í kviðinn sem læknir telur ristilkrampa og fékk ég lyf sem mér finnst ekki gera mikið fyrir mig, ég er með vindgang og óþægindi út af þessu. Getur verið ég sé með óþol fyrir hveiti eða einhverju öðru sem veldur þessum krömpum ?
Hef verið svona um langan tíma og nú er svo komið að mér líður best þegar ég borða sem minnst.
Kveðja,
E
Sæl Inga.
Mig þyrstir í að vita hvort þú átt ráð handa mér.
Þannig er að húðin mín er mjög þurr og ég er með mikinn þurrk í ring um augu og í hársverði.
Einnig er ég alltaf mjög slæm á báðum hælum en þó er sá hægri oft verri. Finnst stundum eins og líðan í kring um augu og í hárinu hafi með veðurfarið að gera og kuldinn hafi áhrif.
Kveðja SH
Sæl Inga.
Ég er að fá ítrekaðar kinn- og ennisholusýkingar. Ég vinn við að fljúga svo þetta fer alls ekki vel saman. Ég er ekki spennt fyrir að taka mikið pensilín eða fara í aðgerð. Það er alveg spurning hvort það geti verið undirliggjandi ofnæmi líka og ég er að vinna í að fá tíma hjá ofnæmislækni.
Áttu einhverjar ráleggingar handa mér?
Kær kveðja B
Sæl Inga.
Ég er að velta fyrir mér hvort einhver bætiefni séu til sem gætu aðstoðað mig. Ég er stundum með andremmu. Veit ekki af hverju.
Ég borða allan mat í hófi, hvort sem hann er hollur eða óhollur. Tannhirða mín er mjög góð.
Einhverra hluta vegna held ég að þetta komi úr maganum á mér. Er eitthvað sem ég gæti prufað að taka inn, einhver bætiefni eða eitthvað sem gæti mögulega lagað þetta? Nú er ég enginn sérfræðingur en gæti verið að magasýrurnar séu í rugli hjá mér?
Mátt endilega ráðleggja mér.
Kv, G
Sæl.
Ég er með einn 2 og 1/2 árs sem á mjög erfitt með hægðir og búinn að vera þannig í um það bil ár meira og minna.
Mig langar svo að vita hverju þú mælir með?
Kveðja, S
Sæl Inga.
Ég hef verið greind með sveppasýkingu í húð af húðlækni (eftir margar rangar greiningar hjá heimilislækni). Ég hef tvisvar sinnum farið á lyfjakúr og nota krem á hverjum degi. Nú er er ég með mikinn kláða í hársverði og húð. Ég fæ bólur sem að verða svo sár. Núna er þetta farið að blossa upp á maganum og í kringum naflann. Er að breyta mataræðinu með að taka út sykur og finn smá mun. Ég er hætt að fara í gufu eftir ræktina, þurrka á mér hárið með hárþurrku og fl. En mig langar að fá ráðleggingar varðandi bætiefni eða annað sem að gæti hjálpað. Hef líka verið að hugsa hvort að ég sé með Candida og hvað er þá til bragðs að taka?
Takk fyrir hjálpina.
Kveðja L.
Sæl Inga.
Ég stunda ræktina og borða frekar hollt. Ég hef verið að fá mikinn bjúg og mikla uppþembu.
Maginn verður alveg útþaninn. Einnig hef ég haft meltingarvandamál.
Ég borða reyndar frekar óreglulega.
Ég er líka byrjuð ég að fá nábít, að ég held.
Ég hef tekið eftir að ég fæ þessi einkenni ef ég fæ mér chia fræ, gróft brauð og þegar ég tek inn töflur. Þetta er rosalega óþægilegt sérstaklega þegar ég fer í ræktina því mér verður svo óglatt.
Með fyrir fram þökk, B
Góðan dag.
Ég er að vandræðast aðeins en ég er búin að vera að glíma við blöðruhálskirtilssýkingu í að verða ár og er alltaf á sýklalyfjum. Ég er orðin frekar slæmur í maga og svo er ég að glíma við mikinn kvíða sem er er erfitt að ráða við. Svo er ég víst með vefjagigt, sef illa og er þurr í augum.
það sem ég hef gert til að breyta er ég borða chiafræ á morgnana og tek magnesíum og b 12 vítamín. Ég er búin að taka út allan sykur og hveiti og ég tek líka bætiefni fyrir meltinguna en mig vantar ráð um hvað ég get gert betur.
Kv Á
Komdu sæl Inga.
Getur þú ráðlagt mér hvað ber helst að forðast og hvað að borða þegar bakflæði hrjáir mann?
Ég hef ekki verið "greind" ennþá, fer þó í speglun og eitthvað svoleiðis á næstu vikum.
Er þó með flest einkenni sem ég fann um þetta á netinu.
Eru einhver efni sem geta bætt ástandið?
Kær kveðja,
R
Sæl Inga.
Mér var ráðlagt að spyrja þig varðandi eldri konu sem fékk þvagfærasýkingu um daginn í fyrsta sinn.
Hún fékk sýklalyf sem heitir Selexid í 7 daga. það hefur slegið á einkennin en sýkingin er ekki alveg farin og þetta er síðasti dagurinn á lyfinu.
Nú er spurningin hvort eitthvað náttúrulegt sé til ráða. Hún er á blóðþrýstingslyfjum (Atenólól 25 mg. á dag) og spurningin er hvort henni sé óhætt að taka bætiefni sem innihalda trönuber.
Takk fyrir komandi svar...
Sæl Inga
Það er þrennt sem ég er að velta fyrir mér með tilliti til inntöku bætiefna.
Hvenær best er að taka probiotics (meltingargerla-asídófílus)? Ég hef verið að taka með mat í hádeginu og/eða á kvöldin en hef breytt því og er að taka núna eftir sítrónuvatn á morgnana, á undan morgunmatnum. Er eitthvað betra en annað?
Hvaða fjölvítamíni þú mælir sérstaklega með?
Ég er með barn á brjósti og hætti nýverið á pregnacare og fór í Spektro ásamt D-vítamíni, B-vítamíni og Udo's oil. Tek einnig spirulina.
Eru t.d. Terranova og Higher Nature vörurnar betri en Solaray? Hvaða bætiefni fyrir hárið mælir þú með?
Með fyrirfram þökk, H
Sæl.
Mig langar að forvitnast hvaða bætiefni þú ráðleggur mér.
Þannig er að ég er með gigt, er of þung, oft þreytt og á skjaldkyrtislyfjum.
Svo tek ég líka lyf við kvíða.
Kv,
ein sem er ómöguleg
Sæl Inga.
Ég á einn 2 og 1/2 árs strák sem er með lélegt ónæmiskerfi og er þar af leiðandi mjög pest sækinn. Hann er nànast alltaf með kvef og hósta og oftar en ekki leiða pestirnar af sér lungabólgu. Er eitthvað sem ég get gert til að styrkja ónæmiskerfið hjà honum? Hann er með fæðuofnæmi/óþol og fær ekki mjólk, egg, banana og maís. Hann er einnig viðkvæmur fyrir soja. Hann fær lýsi á hverjum degi og svo reyni ég að gefa honum vítamín og achidophilus en það gengur misvel. Hann hefur alla tíð sofið illa á nóttunni, verið viðkvæmur í meltingarvegi og á oft erfitt með skapið. Okkur grunar að hann geti verið með bakflæði sem gæti orsakað hóstann og vorum að byrja að gefa honum lyf við því. Við foreldrarnir erum orðin þreytt à endalausum veikindum og því eru öll ráð vel þegin.
Hæ hæ.
Þar sem ég er með óþol fyrir höfrum og hvítu hveiti þá var ég að spá hvað ég get notað í staðin fyrir hafra í graut og múslí. Ég hef prófað byggflögur frá móðir jörð og þær eru ágætar í grauta en mér finnst þær vera of litlar fyrir múslíið. Ég sé á síðunni að þið eruð með rúgflögur og speltflögur. Ég veit að ég má borða speltið en ég er að spá hvort rúgurinn sé ekki líka í lagi? Ég hef heyrt að hann sé jafnvel hollari en speltið.
Kv. J
Sæl.
Strákurinn minn er svo slæmur af barnaexemi sem virðist ekki ætla að vaxa af honum. Hann ber á sig rakakrem til að reyna að halda þessu niðri. Exemið hverfur á sumrin nema ekki s.l sumar. Hann hefur aldrei drukkið mjólk og hann tekur Ritalin. Hann verður mjög slæmur eftir sund. Er eitthvað sem þú getur ráðlagt mér? Mér datt í hug að hann vantaði kannski D vítamín en hann var reyndar að byrja að taka lýsi núna á ný byrjuðu ári.
Kv A
Hæ hæ.
Mig langar til að forvitnast aðeins. Þannig er mál með vexti að ég er með strákinn minn á brjósti, þó bara á kvöldin, en hann er orðinn 20 mánaða. Ég var að spá í hvort það sé óhætt fyrir mig að taka Green Coffeebean extract og Betulic töflurnar, eða jafnvel eitthvað annað sambærilegt?
Kv. S
Sæl Inga.
Ég var að greinast með heldur hátt kólesterol. Er hægt að lækka það með breyttu mataræði?
Hvað er þá best að borða? Get ég fundið lista yfir það á netinu?
Ég er aðeins of þung en það stendur til bóta.
Kv. GJ