Brúnkurnar eru himneskar. Það hljómar skringilega að setja grænmeti í sæta rétti en sætar kartöflur bragðast hvort sem er meira eins og eftirréttur og þær eru svo þéttar og klístraðar! Uppskriftin er fengin úr bókinni Ómótstæðileg Ella, sem inniheldur fjölda heilsusamlegra uppskrifta.
Uppskrift, 10-12 brúnkur
Aðferð:
Gott ráð: Ef þið eigið ekki til hrátt kakóduft getið þið notað hefðbundið kakóduft, en þið þurfið þá að tvöfalda magnið hið minnsta.
Ómótstæðileg Ella, konan á bakvið bókina.
Ella Mills er ein skærasta stjarnan í matreiðsluheiminum í Bretlandi. Þegar hún veiktist skyndilega af stöðubundinni hjartsláttartruflun (POTS) ákvað hún að breyta mataræðinu og fór að neyta jurtafæðu eingöngu. Tveimur árum síðar var hún laus við öll einkenni sjúkdómsins. Í dag er Ella metsöluhöfundur og heilsugúrú, auk þess sem hún framleiðir vörur undir eigin nafni og rekur vinsæla veitingastaði í London. Ómótstæðileg Ella hefur komið út í 20 löndum og geymir dásamlega ljúffenga og einfalda rétti sem stuðla að góðri orku og glöðu geði.
Uppskriftirnar eru allar vegan, glúten- og mjólkurlausar.
Bókin fæst í Heilsuhúsinu og á heilsuhusid.is.