Sýrður rauðlaukur

25 Jan 2017

Sýrður rauðlaukur er punkturinn yfir i-ið þegar kemur að salati eða ljúffengu meðlæti. 

Innihald:

  • 2 rauðlaukar - lífrænir, litlir 
  • eða miðlungsstórir
  • 2 lárviðarlauf
  • 20 stk svört piparkorn eða eftir smekk
  • Nokkur lauf af bergmintu 
  • eða 1 msk af Oregano frá Sonnentor 
  • 1/2 tsk    salt
  • 2 tsk hrásykur eða kókossykur
  • 1/2 bolli lífrænt rauðvínsedik
  • 1/2 bolli vatn

 

 

 

Aðferð:

  • Setjið rauðvínsedik, vatn, sykur, salt, piparkorn og lárviðarlauf í pott og hitið þar til sykurinn leysist alveg upp. 
  • Skerið laukinn niður eftir smekk og setjið í krukku og hellið vökvanum yfir. 
  • Látið kólna alveg. Geymist í kæli.

 

2 fyrir 1

Sonnentor Oregano 18 gr.

659 kr