Tyrkneskt Torshi

25 Jan 2017

Tyrkneskt Torshi - stór skammtur. Passar með öllum mat og er algjört lostæti.

 

Innihald:

2 eggaldin eða ein stór gúrka
1/4 hvítkálshaus
2 sellerí stönglar
2 gulrætur
1/4 blómkálshaus
Lúkufylli af ferskum kryddjurtum; steinselju, dilli og fáfnisgrasi eða kryddblöndu frá Sonnentor
4 hvítlauksrif
10 litlir laukar (Charlotte)
chili flögur eftir smekk eða jalapeno
1/2 msk    salt
1 1/2 bolli lífrænt hvítvínsedik frá biona
1 1/2 bolli vatn

Aðferð:

  • Skerið eggaldin í sneiðar og setjið í pott. Hellið yfir hálfum bolla af hvítvínsediki og vatni, þannig að rétt fljóti yfir. Látið hitann koma upp, lokið pott-inum og hitið í 10 mín. Hellið vökvanum af.
  • Skerið niður grænmeti og setjið í stóra skál ásamt kryddjurtunum, salti og chili flögunum. 
  • Hellið 1 bolla af hvítvínsediki yfir og nuddið létt með höndunum. Setjið í krukkur og þjappið eins vel og hægt er. Hellið einum bolla af ediki og fyllið alveg upp að brún með vatni.
  • Lokið krukkunum þannig að ekkert loft kemst að og látið standa við stofuhita í 15-20 daga. Geymið í kæli eftir það.