Falafel bollur fyrir fjóra

02 May 2017

Girnileg uppskrift að falafel bollur með kjúklingabaunum fyrir fjóra.

Uppskrift:

  • 1 bolli (250g) kjúklingabaunir frá Sólgæti
  • 1 laukur
  • 1 tsk turmeric (við mælum með lífrænum Sonnentor kryddum)
  • 1 tsk paprikuduft
  • 1/2 tsk kardimommur
  • 1/2 tsk múskat
  • 1/2 tsk kanill
  • 2 stk hvítlauksrif
  • 1/8 bolli steinselja
  • 1 tsk salt
  • 1/2 tsk pipar
  • 1 tsk cumin
  • 1 tsk coriander
  • 1 tsk matarsódi
  • 1/8 bolli vatn
  • 1 dl olía

Aðferð:

Leggið kjúklingabaunirnar í bleyti yfir nótt. Hitið ofninn í 200 gráður. Skolið baunirnar vel í sigt og látið leka af. Setjið öll hráefnin í matvinnsluvél í 1-2 mínútur, skafið niður hliðarnar á milli. Mótið kúlur með ískúluskeið og þjappið þeim vel saman, raðið kúlunum á bakka. Hitið 1 dl. af olíu á pönnu og steikið buffin í 1/2-1 mínútu á hvorri hlið. Setjið að lokum í eldfast mót og inn í ofn í uþb. 10 mínútur.

Njótið!

Hráefnið finnur þú í Heilsuhúsinu