Einfalt lárperumauk

11 Oct 2017

Lárperumauk sem er mjög gott á kex, brauð eða út á salat

 
4 skammtar. Tekur 6 mínútur
 
Innihald:
 • 140 gr vel þroskaðar lárperur (ca.2stk)
 • 60 gr gúrka
 • 40 gr spíraðar kjúklingabaunir
 • 1 poki YOGI stomach ease (innihald)
 • ½ tsk sjávarsalt
 • Smá malaður svartur pipar
 • 2 msk sítrónusafi
Aðferð:
 1. Ristið innihald tepokans og svartan pipar á þurri pönnu í 1 mínútu
 2. Maukið lárperuna með gaffli 
 3. Blandið öllu vel saman 
 4. Geymið í loftþéttu boxi eða krukku í kæli – geymist í 2-3 daga
2 fyrir 1

Maldon sjávarsalt

449 kr