Paleo gultrótarbeyglur

17 Oct 2017

Ljúffengar og hollar gulrótarbeyglur.

 
Innihald
  • 4 egg
  • 1 1/2 dl möndlumjöl
  • 1 1/2 msk kókoshveiti
  • 1/2 tsk matarsódi
  • 2 msk brædd kókosolía
  • 2 msk physiliumtrefjar
  • 1/2 tsk salt
  • 2 dl rifnar gulrætur
  • 1 dl sólblómafræ
  • 1 msk rowse hunang
  • sesamfræ eða sólblómafræ 
  • til að strá ofaná
Aðferð
  1. Setjið öll hráefnin í matvinnsluvél nema gulrætur og sólblómafræ, og hrærið í u.þ.b. 1/2 -1 mín.
  2. Veltið síðan varlega saman við gulrætur og sólblómafræ, leyfið að standa í um 10 mín.
  3. Hitið ofninn í 200 gráður. Mótið 4-6 beyglur á smjörpappír með því að skipta deiginu jafnt með skeið á plötuna.
  4. Setjið síðan þumalinn í miðjuna á hverjum deighluta og mótið beyglurnar. Bakið í 20-30 mín.