Glútenlausar bolludagsbollur

08 Feb 2018

Uppskrift að glútenlausum bolludagsbollum sem er fengin að láni frá Cafesigrun.com.

Hráefni:

  • 20 gr maísmjöl 
  • 25 gr hrísmjöl 
  • 100 gr kartöflumjöl 
  • 1 stórt egg
  • 100 ml vatn
  • 2 msk agavesíróp
  • 4 msk kókosolía

Aðferð:

  • Hitið vatnið, agavesírópið og olíuna í potti þangað til fer að sjóða.
  • Takið pottinn af hitanum. Sigtið eina matskeið í einu af mjöli í einu út í pottinn.
  • Hrærið hverja matskeið af mjöli með trésleif þangað til deigið líkist helst þykkum graut. Deigið ætti að losna frá pottinum og vera kekkjalaust og slétt og flaueliskennt.
  • Látið deigið kólna alveg.
  • Hrærið eggið lauslega og bætið varlega út í deigið. Athugið að ekki er víst að þið þurfið allt eggið. Ekki setja of mikið því annars verður deigið of blautt. Best er að nota hrærivél eða handþeytara.
  • Hrærið þangað til deigið er orðið nógu stíft til að þið getið snúið skeið á hvolf með deigi í án þess að dropi niður.
  • Ef deigið er of blautt, setjið þá meira kartöflumjöl og hrærið betur þangað til deigið er orðið nokkuð stíft.
  • Hitið ofninn í 170°C.
  • Setjið bökunarpappír á bökunarplötu og búið til um 10-12 bollur (stærð fer eftir smekk).
  • Notið skeið til að setja deigið á pappírinn, gott er að nota skeið á móti til að skafa innan úr.
  • Bakið í 20 mínútur (ekki opna ofninn á meðan).

Heimild: www.cafesigrun.com

Mynd: By Frugan (Flickr) [CC BY 2.0 (http://creativecommons.org/licenses/by/2.0)], via Wikimedia Commons

SemlaFlickr