Innihald:
- 1 dós Biona kókosmjólk
- 1 bolli kasjúhnetur, lagðar í bleyti í a.m.k. 4 klst.
- innihald úr 3 hylkjum af Terranova meltingargerlum
- 1/2 tsk. möluð chiafræ – gott að mala í kaffikvörn
- 1/4 tsk. vanilluduft frá Sonnentor
- 1 tsk. sítrónusafi
- 1/2 tsk. hlynsíróp
- 1/4 tsk. gróft salt
Aðferð:
- Notaðu hreina glerkrukku. Best er að sótthreinsa hana með því að skola hana með sjóðandi vatni eða setja hana í 100°C heitan ofn í 10 mínútur. Öll áhöld þurfa líka að vera tandurhrein.
- Settu kókosmjólk í blandara og láttu hann vinna í smá stund. Helltu nú kókosmjólkinni í hreinu krukkuna og blandaðu innihaldi gerlahylkjanna vandlega saman við. Settu hreinan klút yfir krukkuna og festu með teygju. Leyfðu þessari blöndu að standa við stofuhita yfir nótt.
- Leggðu kasjúhnetur í bleyti.
- Næsta dag skolar þú kasjúhneturnar og setur þær ásamt sýrðu kókosmjólkinni og restinni af hráefnunum í blandara og blandar þar til silkimjúkt.
- Helltu nú blöndunni í nýja, tandurhreina krukku og geymdu í ísskáp. Jógúrtin er tilbúin þegar hún er orðið vel köld.
Geymist í a.m.k. tvær vikur í kæli
Gott að bera fram með berjum, granóla, þurrkuðum ávöxtum, hnetum, fræjum eða bara hverju sem hugurinn girnist.
Höfundur uppskriftar:
Anna Guðný hefur mikla ástríðu fyrir andlegri og líkamlegri heilsu sem helst í hendur við áhuga hennar á matargerð. Hún heldur úti
blogginu Heilsa og vellíðan þar sem hún birtir reglulega girnilegar uppskriftir og margs konar heilsufróðleik.