Beygla með hnetusmjöri og ferskum fíkjum

26 Apr 2018

Einfaldur og þægilegur morgunmatur eða millimáltíð.

  • Ein fersk beygla
  • Tvær ferskar fíkjur
  • Whole Earth mjúkt hnetusmjör

Aðferð:

  1. Þvoðu og skerðu fíkjurnar í sneiðar.
  2. Ristaðu beygluna
  3. Smurðu beygluna veglega með hnetusmjörinu.
  4. Leggðu niðurskornar fíkjurnar ofan á hnetusmjörið og njóttu.