Fyri 4. Eldunartími: 30 mínútur.
Innihaldsefni:
- 300g stíft tofu, þurrkað vel á milli eldhúspappírs eða pressað með tófupressu
- 200g rauðkál rifið
- 1 paprika
- 4 vorlaukar
- safi úr lime
- 4 tortillur, mjúkar
- Handfylli af mintulaufum
Fyrir hnetumarineringuna:
- 3 matskeiðar Whole Earth Crunchy Peanut butter
- 1 matskeið sojasósa
- 2 matskeið edik
- 1 matskeið hlynsíróp
- Dass af chilliflögum
Aðferð:
- Forhitið ofninn og stillið á 200c.
- Blandið öllum innihaldsefnunum sem eiga að fara í marineringuna saman og geymið til hliðar.
- Skerið tófuið niður í 2 cm lengjur og setjið á disk áður en helmingi marineringunnar er heltt yfir tófúið. Notið spaða til velta tófuinu upp úr marineringunni.
- Setjið tófúið á ofnplötu í forhitaða ofninn og bakið í ca 20 mínútur eða þangað til það er orðið krispý á brúnunum.
- Á meðan tófúið er að bakast setjið rauðkálið, paprika og vorlauk í skál ásamt lime safanum. Bætið við dassi af salti og blandið saman.
- Þremur mínútum áður en tófúið er tilbúið setjið tortillurnar inní ofn til upphitunar.
- Setjið teskeið af marineringunni á miðju hverrar tortillu, bætið grænmetinu þar ofaná og tófúið þar á etir. Dreifið nokkrum mintulaufum yfir og berið fram.