Innihald:
Tómatgrunnur
- 1 dós Biona lífrænir saxaðir tómatar
- 2 msk Biona lífræn tómatpúrra
- 1 msk Biona lífræn kókosolía
- ½ laukur, saxaður smátt
- 2 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
- 2 msk saxað ferskt basil
- 2 msk söxuð fersk steinselja
- 1 msk þurrkað oregano
- 1 tsk sjávarsalt
- 1 tsk malaður svartur pipar
Aðferð:
- Hitið olíu í potti og steikið laukinn við miðlungs hita í 1-2 mínútur.
- Bætið þá hvítlauk við og steikið í 2 mínútur
- Bætið tómatpúrru og kryddum við og eldið í 2 mínútur
- Hellið loks tómötunum úr dósinni saman við og látið malla í 30-45 mínútur
Tófú „ricotta“
- Innihald:
- 1 tofu kubbur, mulinn niður
- 30 gr næringarger
- 2 hvítlauksgeirar, rifnir á fínu rifjárni
- 2 tsk Biona lífræn kókosolía
- 2 tsk sítrónusafi
- 30 gr ferskt basil, saxað fínt
- ½ tsk sjávarsalt
- ½ tsk malaður svartur pipar
Aðferð:
- Myljið tofukubbinn í skál
- Hnoðið restinni saman við
- Geymið í kæli þangað til kemur að því að setja saman lasagnað
Kasjú „bechamel“ sósa
Innihald:
- 2 bollar kasjúhnetur frá Sólgæti lagðar í bleyti í a.m.k. 4 klst og vatninu hellt af
- 300 ml vatn
- 1/2 tsk salt
- 1 msk næringarger
- ¼ tsk malað múskat
Aðferð:
- Setjið allt í blandara og blandið þangað til silkimjúkt
Önnur innihaldsefni:
- 1 pakki Biona lífrænar lasagna plötur
- Vegan mozzarella
- 1 msk Biona lífræn kókosolía
- 1 kúrbítur, skorinn þunnt með flysjara og steiktur á pönnu
- 2 gulrætur skornar þunnt með flysjara og steiktar á pönnu
- 1 poki spínat steikt á pönnu á 2-3 mínútur
Aðferð við að setja saman
- Hitið ofninn í 200°C
- Raðið lögunum í djúpt eldfast mót í eftirfarandi röð:
- ¼ af tómatsósunni neðst
- 1 lag af lasagna plötum
- Helmingurinn af tofu ricotta
- 1/4 af vegan mozzarella
- Allt spínatið
- Helmingurinn af kasjú sósunni
- 1 lag af lasagna plötum
- ¼ af tómatsósunni
- Hinn helmingurinn af tofu ricotta
- ¼ af vegan mozzarella
- Kúrbítur og gulrætur eru næsta lag
- Restin af kasjú sósunni
- 1 lag af lasagna plötum
- Restin af tómatsósunni
- Vegan mozzarella efst
- Hyljið með álpappír og bakið í 40 mín
- Takið álpappírinn af og bakið í 10 mín í viðbót
- Takið úr ofninum og látið bíða í 15-20 mínútur áður en þið skerið það niður