Ljúffengt heilsukonfekt með Vivani súkkulaði

29 Dec 2014

Þeir sem hafa komist á bragðið með gott heilsukonfekt finnst það slá öllu öðru jólakonfekti við. Hér koma uppskriftir að tveimur afar góðum tegundum. Báðar eiga þær það sameiginlegt að innihalda Vivani gæðasúkkulaðið sem er bæði afar bragðgott, hollt og sérlega andoxunaríkt, lífrænar kakóbaunir sem Vivani er unnið úr, eru í hópi allra hollustu ávaxta jarðar. 

Heilsukonfekt með apríkósum og kókos 

  • 1,5 dl Heilsu apríkósur, fínt saxaðar 
  • 1,5 dl Heilsu þurrkaðar kókoshnetur 
  • 1,5 dl Heilsu haframjöl 
  • c.a. 1 msk góður appelsínusafi 
  • 100g Vivani Ecuador Edel Bitter súkkulaði 

Saxið apríkósurnar fínt, gott að nota matvinnsluvél, bætið síðan kókosmjölinu og haframjölinu saman við. Vinnið vel saman í matvinnsluvél og bleytið í með appelsínusafa þar til blandan loðir vel saman. Mótið litlar kúlur (í höndunum) úr blöndunni og veltið upp úr 70% súkkulaði sem brætt hefur verið yfir vatnsbaði. Auðvelt er að leika sér með uppskriftina og t.d. gera fullorðins konfekt með því að setja Grand Mariner eða annan góðan líkjör í stað appelsínusafans. 

 

 

Heilsukonfekt með pistasíum og döðlum 

2 dl Heilsu pistasíur, hráar 
1 dl Heilsu döðlur 
1 dl Heilsu rúsínur 
100g Vivani dökkt appelsínu súkkulaði 

Saxið döðlur smátt og leggið í bleyti í ½ tíma. Saxið pistasíur á meðan, ekki fínt þó. Sigtið vatnið af döðlunum og maukið í matvinnsluvél. Hrærið pistasíum, rúsínum og döðlumauki saman. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og hrærið síðan saman við blönduna. Setjið bökunarpappír í lítið ferkantað mót og þrýstið blöndunni ofan í með skeið. Kælið og skerið síðan í litla bita. Einnig hægt að setja blönduna með teskeið á bökunarpappír og búa til litla toppa.