Baka með saltaðri karamellufyllingu

13 Jul 2017

Bökurnar verða ekki mikið meira girnilegri en þessi.

 • Bökudeig að eigin vali.

Innihaldsefni:

 • 1 bolli döðlur
 • 1 teskeið salt
 • 1/2 bolli volgt vatn

Innihaldsefnunum hér að ofan er blandað saman þar til þau eru orðin að þykku mauki (t.d Nutribullet) og dreift yfir botninn á bökudeiginu.

Browniemix:

 • 2 bollar hveiti, spelt eða glútenlaust mjöl
 • 2 bollar mjúkur púðursykur eða kókossykur
 • 1 bolli kakóduft
 • 1 matskeið lyftiduft
 • 2 matskeiðar mjúkt hnetusmjör
 • 1 bolli vatn
 • 1 bolli grænmetisolía eða fljótandi kókosolía

Öllum innihaldsefnunum blandað saman í matvinnsluvél og dreift yfir karamellublönduna.

Seed and Bean Cornish Sea Salt Dark súkkulaðið er brotið niður í einingar og dreift yfir fyllinguna og bakan bökuð við 200 gráður í sirka 40 mínútur.

Driss:

 • 1/4 bolli flórsykur (má sleppa)
 • 1/4 bolli kakóduft

Gott er að bera hindber og hafrarjóma með bökunni.