Þetta rauðrófucarpaccio er algjört sælgæti! Skærbleikar sneiðar af rauðrófu líta ótrúlega vel út á móti grænum klettasalatsblöðunum og salatsósan fær allt saman til að glansa. Uppskriftin er fengin úr bókinni Ómótstæðileg Ella, sem inniheldur fjölda heilsusamlegra uppskrifta.